Flake til liðs við Breiðablik

Darrell Flake í leik með Skallagrímsmönnum.
Darrell Flake í leik með Skallagrímsmönnum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bandaríkjamaðurinn Darrell Flake mun leika með nýliðum Breiðabliks í Iceland Express-deildinni í körfuknattleik á næstu leiktíð. Körfuboltavefurinn karfan.is greinir frá þessu í dag.

Flake hefur leikið hér á landi í þrjú ár. Fyrst með KR, síðan Fjölni og í vetur með Skallagrími.

Flake lék alla 22 leiki Skallagríms í Iceland Express-deildinni í vetur og skoraði í þeim að meðaltali 23,9 stig og í þremur leikjum Borgnesinga í úrslitakeppninni þar sem Skallagrímur tapaði fyrir Grindavík, 2:1, skoraði Flake að meðaltali 25 stig.

mbl.is