Jón Arnór tók 7 fráköst í naumum tapleik gegn Siena

Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Carlini Mario

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans úr Lottomatica Roma töpuðu naumlega gegn Siena á útivelli, 85:82, í öðrum leik liðanna í úrslitum ítölsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Siena er 2:0 yfir í rimmunni en næstu tveir leikir fara fram í Róm.

Jón Arnór skoraði ekki nema 3 stig á þeim 26 mínútum sem hann lék, allt úr vítaskotum, en íslenski landsliðsmaðurinn reif niður 7 fráköst og var hann frákastahæstur ásamt Gabini sem tók einnig 7 fráköst. Staðan í hálfleik 48:38 og fyrir lokafjórðunginn var Siena með 13 stiga forskot.

mbl.is

Bloggað um fréttina