Tiffany og Damon á förum úr Grindavík

Damon Bailey.
Damon Bailey. mbl.is/ÞÖK

„Það var niðurstaðan eftir stjórnarfund í kvöld að segja upp samningum við báða erlendu leikmennina sem eru í okkar liði, Damon Bailey í karlaliðinu og Tiffany Roberson hjá kvennaliðinu. Þetta er ekki það skemmtilegasta sem við höfum gert en þetta er eina lausnin sem við sjáum í stöðunni,“  sagði Óli Björn Björgvinsson formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur í kvöld við mbl.is. Grindavík verður því ekki með neina erlenda leikmenn í Iceland Express deild karla og kvenna.

„Þegar við gerðum okkar áætlanir var gengið út frá því að dollarinn væri í kringum 70-80 kr. Staðan er aðeins önnur núna og þótt að gengið færi niður á við og dollarinn kostaði 70 kall þá væri  staðan samt vonlaus. Við erum með fullt af fyrirtækjum sem vilja styðja við bakið á okkur en í þessu ástandi sem ríkir í dag þá er einfaldlega ekki til fjármagn hjá þessum fyrirtækjum í svona hluti. Ég skila það vel enda rek ég fyrirtæki sjálfur,“  sagði Óli Björn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert