Yngvi Gunnlaugsson: Þessi er sá sætasti

Leikmenn Hauka fagna eftir að Íslandsmeistaratitilinn var í þeirra höndum ...
Leikmenn Hauka fagna eftir að Íslandsmeistaratitilinn var í þeirra höndum í kvöld. mbl.is/Kristinn

Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Hauka, var að fagna sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli sem aðalþjálfari í meistaraflokki þegar lið hans sigraði KR 69:64 í hreinum úrslitaleik á Ásvöllum.

„Ég hef orðið meistari í yngri flokkum og sem aðstoðarþjálfari en það er alltaf annað með meistaraflokki. Maður ber ábyrgð á tólf fullorðnum einstaklingum, þó einhverjar séu kannski bara hálf fullorðnar. Maður hefur unnið ófaá titlana en þessi er sá sætasti. Þetta er frábær leikmannahópur að vinna með og stjórnin er búin að vera frábær í allan vetur og hafa sýnt okkur mikinn stuðning. Ég er bara rosalega ánægður fyrir hönd Hauka og ánægður með hvað stelpurnar voru frábærar í kvöld"

Yngvi Gunnlaugsson.
Yngvi Gunnlaugsson. mbl.is/hag
mbl.is

Bloggað um fréttina