Marvin skoraði 51, stórsigrar Hamars og Njarðvíkur

Friðrik Stefánsson Njarðvíkingur sækir að körfu Tindastóls í leiknum í …
Friðrik Stefánsson Njarðvíkingur sækir að körfu Tindastóls í leiknum í kvöld. mbl.is/Skúli Sig.

Marvin Valdimarsson skoraði hvorki fleiri né færri en 51 stig fyrir Hamar þegar liðið vann stórsigur á FSu, 113:74, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Iceland-Expressdeildinni, í Hveragerði í kvöld. Njarðvík vann auðveldan sigur á Tindastóli, 108:81.

Jóhann Ólafsson fór á kostum með Njarðvík í fyrri hálfleik og skoraði 26 stig, og 36 alls. Páll Kristinsson gerði 15 stig og og Kristján Rúnar Sigurðsson 11. Svavar Birgisson skoraði 19 stig fyrir Tindastól og Michael Giovacchini 16. 

Marvin gerði 33 stig fyrir Hamar í fyrri hálfleiknum og 51 stig alls. Svavar Páll Pálsson gerði 18 stig. Hjá FSu var Cristopher Caird með 24 stig og Ari Gylfason með 15.

mbl.is

Bloggað um fréttina