KR fær Pavel að láni út leiktíðina

Pavel Ermolinskij.
Pavel Ermolinskij. Eggert Jóhannesson
Íslandsmeistaralið KR hefur komist að samkomulagi við íslenska landsliðsbakvörðinn Pavel Ermolinskij og mun hann leika með liðinu út leiktíðina.  Pavel er samningsbundinn spænska liðinu Caceres en hann hefur leikið sem atvinnumaður á Spáni frá því hann var 16 ára gamall en hann hélt upp á 23 ára afmæli sitt í gær. Pavel leikur sinn fyrsta leik með KR þann 4. febrúar gegn Grindavík.
mbl.is

Bloggað um fréttina