Gunnhildur í Hauka

Gunnhildur ásamt Henning Henningssyni þjálfara Hauka.
Gunnhildur ásamt Henning Henningssyni þjálfara Hauka. mbl.is
Gunnhildur Gunnarsdóttir sem leikið hefur með Snæfelli skrifaði í morgun undir tveggja ára samning við Hauka.  Gunnhildur stóð sig mjög vel með Snæfell liðinu síðasta tímabili og verður Haukaliðinu góður liðsstyrkur.


,,Ég er auðvitað mjög ánægður með að sterkur leikmaður eins og Gunnhildur velji að koma í Hauka.  Hér hefur verið unnið mjög gott starf í kvennaboltanum undanfarin mörg ár og ekki að sjá að það verði nein breyting á því á næstu árum. 

Það má segja að koma Gunnhildar sé ákveðin viðurkenning á því að í Haukum er unnið gott starf.  Hún þekkir vel til nokkurra leikmanna úr Haukaliðinu því hún hefur spilað með yngri landsliðum Íslands og verið þar liðsfélagi nokkurra af okkar Hauka-stelpum,“ sagði Henning Henningsson þjálfari bikarmeistara Hauka við mbl.is.

mbl.is