Hreggviður á leiðinni í KR?

Hreggviður Magnússon í leik með ÍR.
Hreggviður Magnússon í leik með ÍR. mbl.is/Golli

Yfirgnæfandi líkur eru á því að Hreggviður Magnússon, fyrrum landsliðsmaður í körfuknattleik, gangi í raðir KR áður en langt um líður.

Hreggviður hefur leikið allan sinn feril hjá ÍR, ef frá eru talin nokkur ár í bandaríska háskólakörfuboltanum, en nú skiljast leiðir. Hreggviður hefur verið í viðræðum við nokkur félög að undanförnu, þar á meðal Njarðvík, en KR virðist hafa orðið ofan á. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er allavega ljóst að framherjinn mun ekki ganga til liðs við Njarðvíkinga.

Hreggviður vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Hreggviður sagði þó að hans mál myndu væntanlega skýrast á næstu dögum. Hann hefur legið undir feldi síðan körfuboltatímabilinu lauk og samningur hans við ÍR rann út.

Hreggviður er 28 ára gamall og hefur verið einn sterkasti íslenski leikmaðurinn í úrvalsdeildinni á undanförnum árum. Hann átti stóran þátt í sigri félagsins í bikarkeppninni árið 2007. Hreggviður var einnig í lykilhlutverki þegar ÍR var hársbreidd frá því að komast í úrslit Íslandsmótsins 2008 og skaut þá einmitt KR-inga í kaf í átta liða úrslitum. Hreggviður var fyrirliði ÍR á síðustu leiktíð en náði ekki að sýna sínar bestu hliðar og glímdi við meiðsli á síðari hluta tímabilsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert