Granada tapaði fjórða leiknum í röð

Jón Arnór Stefánsson í leik með Granada.
Jón Arnór Stefánsson í leik með Granada. mbl.is/Ville Vuorinen

Jón Arnór Stefánsson skoraði 10 stig fyrir Granada í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli gegn Caja Laboral, 81:85.

Jón Arnór lék í 24 mínútur af alls 40 en hann skoraði tvær þriggja stiga körfur úr alls fimm skotum. Granada hefur tapað fjórum fyrstu leikjunum í deildarkeppninni.


mbl.is

Bloggað um fréttina