Helena góð í sigurleik TCU

Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. mbl.is

Helena Sverrisdóttir körfuboltakonan snjalla úr Hafnarfirði átti mjög góðan leik með TCU þegar lið hennar lagði Oklahoma, 76:69, í bandarísku háskóladeildinni í körfuknattleik í nótt að íslenskum tíma.

Helena skoraði 24 stig en hún var sérlega skæð á vítalínunni og hitti úr 12 af 13 skotum sínum. Þá tók hún 5 fráköst og átti eina stoðsendingu í leiknum en Helena lék í 31 mínútu.mbl.is

Bloggað um fréttina