Ingibjörg: Skiptir þessu ekki út fyrir lífið

Ingibjörg Jakobsdóttir leikmaður Keflavíkur gat ekki hætt að brosa eftir leikinn en hún stóð sig frábærlega í kvöld þegar Keflavík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Njarðvík.

„Þetta er bara geðveikt, alveg ólýsanlegt. Þrjú núll, hversu gott getur þetta verið,“ sagði Ingibjörg í sæluvímu.

„Við komum ekki alveg tilbúnar í fyrsta leiknum og ekki heldur öðrum leiknum en við gerðum það svo sannarlega í kvöld.“

Ingibjörg var líkt og þjálfari hennar ekki viss hvernig ætti að gleðjast yfir árangri liðsins. „Það verður fagnað hressilega í kvöld, það kemur í ljós hvað verður gert. Ég myndi ekki skipta þessu úr fyrir lífið.“

Keflavíkurstúlkur fagna Íslandsmeistaratitlinum.
Keflavíkurstúlkur fagna Íslandsmeistaratitlinum. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert