Walker valinn sá besti

KR-ingurinn Marcus Walker var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í Iceland Express-deildinni. Það val kom engum á óvart en Bandaríkjamaðurinn fór hreinlega á kostum með vesturbæjarliðinu sem varð Íslandsmeistari í 12. sinn í sögu félagsins eftir sigurinn á Stjörnunni. Walker fór fyrir KR-liðinu en bakvörðurinn frábæri skoraði 40 stig í leiknum.
mbl.is