Flautukarfa Páls Axels tryggði Grindavík sigur

Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindvíkinga í kvöld.
Páll Axel Vilbergsson var hetja Grindvíkinga í kvöld. mbl.is/Kristinn

Grindavík vann í kvöld sigur á KR í Meistarakeppni karla í körfuknattleik, 87:85. Páll Axel Vilbergsson tryggði Grindvíkingum sigurinn með þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út.

Leikurinn var hnífjafn og spennandi frá fyrstu mínútu en KR-ingar komust einu stigi yfir þegar 13 sekúndur voru til leiksloka. Sá tími dugði Grindvíkingum til að innbyrða sigur.

Giorda Watson var stigahæstur Grindvíkinga með 24 stig en hann tók auk þess 7 fráköst og átti 5 stoðsendingar. Ólafur Ólafsson skoraði 14 stig og tók 5 fráköst. David Tairu var stigahæstur KR-inga með 26 stig og tók auk þess 9 fráköst en Hreggviður Magnússon skoraði 20 stig og tók 6 fráköst.

mbl.is