„Þetta er frekar leiðinlegt“

Ingibjörg Jakobsdóttir.
Ingibjörg Jakobsdóttir. hag / Haraldur Guðjónsson

Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur í körfuknattleik kvenna hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku því leikstjórnandinn, Ingibjörg Jakobsdóttir, er með slitið krossband í hné og leikur tæplega meira með liðinu á þessari leiktíð.

Ingibjörg hefur ekkert leikið með Keflavík í upphafi Iceland Express-deildarinnar en hún fékk þau tíðindi á dögunum að krossbandið hefði slitnað. „Þetta gerðist á upphafsmínútunum í fyrsta leik okkar í Lengjubikarnum á Snæfellsnesi. Ég steig eitthvað vitlaust í fótinn en það þarf svo sem ekki mikið að gerast ef krossbandið er lélegt. Ég fór í framhaldinu í myndatöku og fékk niðurstöðuna fyrir tveimur vikum,“ sagði Ingibjörg þegar Morgunblaðið hafði samband við hana í gær.

Hún talar af reynslu því hún hefur áður slitið krossband í hinu hnénu og missti af þeim sökum af keppnistímabilinu 2008-2009. „Þetta er frekar leiðinlegt. Ég er 21 árs og er búin að missa af tveimur keppnistímabilum út af hnémeiðslum,“ sagði Ingibjörg sem fer til læknis í dag og fær þá hugsanlega að vita hvenær hún kemst í aðgerð til að laga krossbandið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert