Áfrýjun Kompanys vísað frá

Vincent Kompany fer í fjögurra leikja bann.
Vincent Kompany fer í fjögurra leikja bann. Reuters

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins vísaði í dag frá áfrýjun Manchester City vegna rauða spjaldsins sem fyrirliði liðsins, Vincent Kompany, fékk í bikarleiknum gegn Manchester United á sunnudaginn.

Kompany fer því beint í fjögurra leikja bann og  byrjar afplánun þess á morgun þegar City mæti Liverpool í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum deildabikarsins.

mbl.is