ÍR-ingar láta Bartolotta fara

James Bartolotta í leik gegn Þór Þorlákshöfn.
James Bartolotta í leik gegn Þór Þorlákshöfn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

ÍR-ingar hafa ákveðið að láta James Bartolotta fara frá félaginu en Gunnar Sverrisson, þjálfari liðsins, staðfesti þetta við netmiðilinn Karfan.is.

Bartolotta var mjög atkvæðamikill með ÍR á síðustu leiktíð en þykir ekki hafa staðið undir væntingum á þessu tímabili samkvæmt fréttinni.

ÍR leikur án Bandaríkjamannsins Roberts Jarvis þessa dagana sem er meiddur auk þess sem leikstjórnandinn Sveinbjörn Claessen meiddist í haust og verður ekki meira með í vetur.

mbl.is