Haukar voru mjög óheppnir og eða klaufar þegar þeir töpuðu fyrir Grindavík í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik 93:94. Tvær framlengingar þurfti til að skera úr um sigurvegarann en Haukar fengu bæði undir venjulegan leiktíma og í fyrri framlengingunni kost á að gera út um leikinn.
Fylgst var með gangi mála í leik Hauka og Grindavíkur sem og öðrum leikjum kvöldsins hér fyrir neðan. Njarðvík vann meðal annars ÍR og Stjarnan tók stigin sem í boði voru gegn Snæfellingum. Þá má einnig nálgast frekari tölfræðilýsingu með því að smella hér.
Haukar - Grindavík 93:94 LEIK LOKIÐ
Njarðvík - ÍR 107:93 LEIK LOKIÐ
Snæfell - Stjarnan 75:80 LEIK LOKIÐ
21.15 Páll Axel skorar aftur eftir að Haukar brenndu af tveimur vítaskotum og hann tryggir gestunum ótrúlegan sigur sem þeir þurftu svo sannarlega að hafa fyrir.
21.13 Páll Axel Vilbergsson setur niður svakalegan þrist og minnkar muninn í eitt stig 93:92. Það eru 12 sekúndur eftir og Haukar taka leikhlé.
21.11 Staðan þegar 20 sekúndur eru eftir af leiknum er 93:89 Haukum í vil en Grindvíkingar eru með boltann. Ætlar Haukum að takast hið ótrúlega að leggja að velli efsta lið deildarinnar. Það er vert að minna á að 22 stigum munaði á liðunum í deildinni fyrir leikinn.
21.06 87:88 þegar 2.20 mínútur eru eftir af framlenginunni og Haukar með boltann.
20.58 Aftur þarf að framlengja en staðan er enn 86:86, hvorugu liðinu tókst að nýta sóknir sínar síðustu mínútuna. Ólafur Ólafsson hjá Grindavík jafnaði metin með svakalegum þrist rétt fyrir síðustu mínútuna. Hayward Fain er búinn að vera frábær í fjórða leikhlutanum og framlenginunni hjá Haukum og ráða gestirnir lítið við hann.
86:86, mínúta eftir af framlengingu.
20.50 Ótrúlegar lokamínútur hjá Haukum og Grindavík en það verður framlengt því staðan er jöfn að loknum venjulegum leiktíma 76:76. Þegar 4.1 sekúnda var eftir af leiknum í stöðunni 76:76 fékk Alik Joseph-Pauline tvö vítaskot en náði ekki að koma boltanum ofaní. Ólafur Ólafsson reyndi skot frá sínum eigin vallarhelmingi en boltinn náði aðeins að hitta hringinn en ekki netið!
20.40 Staðan er 71:72 Grindavík í vil þegar ein og hálf mínúta er eftir. Helgi Jónas tekur leikhlé til að fara yfir síðustu andartökin með sínum mönnum en Grindavík er með boltann við eigin körfu.
20.38 Hlutirnir eru fljótir að breytast í körfubolta en Grindvíkingar eru komnir yfir 68:70 þegar þrjár og hálf mínúta er eftir. Taugar heimamanna greinilega þandar.
20.34 Þegar rétt um 5 mínútur eru eftir er staðan 66:61, Haukum í vil gegn Grindavík. Bekkurinn hjá Haukum fagnar hverju stigi gríðarlega. Í Stykkishólmi eru um 3 mínútur eftir og þar hafa gestirnir snúið taflinu sér í vil 68:75.
20.30 Christopher Smith treður boltanum í körfuna fyrir Hauka og eykur muninn í 6 stig 64:58 þegar tæpar sjö mínútur eru eftir. Í kjölfarið tekur Helgi Jónas þjálfari Grindavíkur leikhlé enda munurinn orðinn töluverður.
20.22 Bæði Njarðvík og Snæfell fara með gott forskot inn í síðasta leikhlutann en stöðuna má sjá hér fyrir ofan. Páll Axel Vilbergsson minnkaði muninn, já hann minnkaði muninn fyrir Grindvíkinga gegn Haukum í eitt stig fyrir síðasta leikhlutann með flautuskoti, 55:54. Skömmu áður hafði Haukur Óskarsson sett niður glæsilegan þrist fyrir Hauka. Grindvíkingum gengur ekkert að ná frumkvæðinu gegn mjög svo baráttuglöðum heimamönnum sem fara fullir sjálfstraust í fjórða og síðasta leikhlutann. Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur er farinn að ókyrrast á bekknum svo mikið er víst.
20.11 Staðan á Ásvöllum er 45:46 þegar þriðji leikhluti er hálfnaður. Það er mjög lítið skorað í byrjun fjórðungsins. Það er ekki að sjá að 22 stig skilji liðin að í deildinni. Í Njarðvík eru heimamenn yfir 77:64 og Snæfell hefur betur gegn Stjörnunni 58:52 þó gestirnir úr Garðabænum hafi náð að minnka muninn.
19.55 Jóhann Árni átti einn rándýran þrist fyrir Grindavík á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks og kom þeim tveimur stigum yfir 42:40. Mikil kaflaskipti voru á fyrsta og öðrum leikhluta þar sem Haukar léku mjög vel í þeim fyrri en Grindvíkingar í seinni fjórðungnum. Stigahæstur hjá gestunum er Giordan Watson með 14 stig en hann hefur spilað mjög vel, sérstaklega í öðrum leikhluta. Hjá heimamönnum er það Hayward Fain sem hefur skorað mest eða 21 stig, þar af fjóra þrista.
Snæfell hefur yfir gegn Stjörnunni í Stykkishólmi 49:36 og fara því sáttir til búningsherbergja. Í Njarðvík hafa heimamenn yfir 58:46 en ef keppt væri í því að safna villum væru ÍR-ingar með forystuna því þeir hafa safnað þeim nokkrum í fyrri hálfleik. Það er hinsvegar greinilegt að sóknarleikur Njarðvíkur er ekkert til að kvarta yfir, 58 stig er alveg vel ásættanlegt á 20 mínútum.
19.45 Þá er Grindavík búið að jafna þegar um þrjár mínútur eru eftir af öðrum leikhluta, 34:34. Haukar aðeins búnir að skora níu stig á sjö mínútum sem getur ekki talist gott, sérstaklega þegar gestirnir raða stigunum niður á hinum enda vallarins.
19.41 Grindvíkingar hafa aðeins náð að rétta sinn hlut en munurinn en nú 5 stig 32:27 Haukum í vil. Sóknarleikurinn gengur betur en sérstaklega munar um varnarleikinn sem er allt annar í öðrum leikhluta. Það eru fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik.
19.33 Haukar enn með níu stiga forystu gegn Grindvíkingum á Ásvöllum en staðan er 25:16. Frábær fyrsti leikhluti hjá Haukum en gestirnir að sama skapi hreinlega ekki mættir til leiks. Vörn og sókn mjög léleg. Snæfell hefur rétt úr kútnum eftir að Stjarnan byrjaði betur og eru nú með góða forystu 29:14. Í Njarðvík er jafnt á öllum tölum en staðan þar er 25:25 eftir fyrsta leikhlutann.
19.27 Haukar byrja frábærlega og hafa níu stiga forystu þegar fjórar mínútur eru eftir af fyrsta leikhlutanum 18:9. Fain er búinn að setja niður þrjá þrista og er með 11 stig samtals fyrir heimamenn. Haukar hafa greinilega ekki átt í neinum vandræðum með að ná upp stemningu gegn efsta liði deilarinnar.
19.22 Þrír þristar í röð hjá Haukum og þeir breita stöðunni í 9:6 gegn Grindavík. Snæfell skorar 7 stig í röð og breytir stöðunni í 7:5 eftir að Stjarnan hafði byrjað betur. Það er svo jafnfræði með Njarðvík og ÍR þar sem bæði lið eru með 13 stig.
19.15 Þá er dómararnir búnir að kasta boltanum upp og leikirnir byrjaðir.