Annar sigur hjá U16 ára liðinu

Frá leik Íslendinga og Norðmanna í dag.
Frá leik Íslendinga og Norðmanna í dag. Ljósmynd/KKÍ

U16 ára landslið stúlkna í körfuknattleik hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á Norðurlandamótinu sem haldið er í Solna í Svíþjóð. Í kvöld hafði íslenska liðið betur á móti Dönum, 71:67, en í dag fögnuðu íslensku stúlkurnar sigri á móti Norðmönnum.

Systurnar Sara og Bríet Hinriksdætur voru mest áberandi í stigaskorun í íslenska liðinu. Sara með 25 stig og Bríet 13. Sandra Þrastardóttir kom svo næst með 10 stig.

Með sigrinum í kvöld eru íslensku stelpurnar búnar að að tryggja sér hið minnsta leik um þriðja sætið á sunnudag en þær mæta Svíum á morgun.

mbl.is