Indiana fór illa með Miami

David West skorar fyrir Indiana í leiknum í nótt, Ronny ...
David West skorar fyrir Indiana í leiknum í nótt, Ronny Turiaf og LeBron James hjá Miami ná ekki að stöðva hann. AFP

Indiana Pacers er nokkuð óvænt komið með 2:1-forystu í einvíginu við Miami Heat í undanúrslitum Austurdeildar NBA í körfubolta eftir öruggan sigur á heimavelli í nótt, 94:75.

Fjarvera Chris Bosh virðist ætla að verða Miami dýrkeypt en liðið þótti fyrirfram það sigurstranglegasta, allavega í Austurdeildinni. Nú er Indiana komið í góða stöðu en þarf tvo sigra enn. George Hill skoraði 20 stig fyrir Indiana, Danny Granger 17 og David West 14. Hjá miami var Mario Chalmers stigahæstur með 25 stig og LeBron James skoraði 22.

San Antonio Spurs vann LA Clippers á heimavelli, 105:88, og er komið í 2:0 í undanúrslitum Vesturdeildar. Tony Parker skoraði 22 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan 18 en Blake Griffin gerði 20 stig fyrir Clippers.

mbl.is