Skellur á móti Svíum

Frá viðureign Íslands og Noregs í gær.
Frá viðureign Íslands og Noregs í gær. Ljósmynd/KKÍ

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik steinlá fyrir Svíum, 80:44, í morgun í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu í körfuknattleik sem hófst í Ósló í Noregi í gær.

Eins og tölurnar gefa til kynna átti íslenska liðið aldrei möguleika gegn öflugu liði Svía sem náði fljótlega frumkvæðinu í leiknum en staðan í hálfleik var, 42:24.

Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu en hún skoraði 14 stig og næstar komu þær Hildur Sigurðardóttir og Margrét Sturludóttir með 6 stig hvor.

Íslendingar lögðu Norðmenn í fyrsta leik sínum í gær, 82:55, en síðar í dag mætir íslenska liðið því danska.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert