Hreggviður aftur til ÍR

Hreggviður leikur ekki áfram með KR næsta vetur.
Hreggviður leikur ekki áfram með KR næsta vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Hreggviður Magnússon körfuknattleiksmaður hefur ákveðið að snúa aftur til síns gamla félags ÍR eftir tveggja ára veru hjá KR.

Í tilkynningu frá ÍR, sem missti af úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og endaði í 9. sæti Iceland Express-deildarinnar, segir meðal annars:

ÍR-ingum er vel kunnugt hvað Hreggviður getur gert á vellinum og er endurkoma hans skref í átt að háleitum markmiðum félagsins fyrir næsta vetur. Fyrr í vor hefur verið samið við Jón Arnar Ingvarsson um að þjálfa liðið og Steinar Arason um að vera Jóni til aðstoðar. Á síðustu vikum hafa því tveir ÍR-ingar, Steinar og Hreggviður, verið endurheimtir í Breiðholtið.

mbl.is