Stjörnuleikur karla í Ásgarði í dag

Jón Ólafur Jónsson fer fyrir Icelandair-liðinu og tekur þátt í ...
Jón Ólafur Jónsson fer fyrir Icelandair-liðinu og tekur þátt í 3ja stiga keppninni. mbl.is/Kristinn

Í dag fer fram hinn árlegi Stjörnuleikur karla í körfuknattleik og að þessu sinni er keppt í Ásgarði í Garðabæ þar sem dagskráin hefst klukkan 14 en leikurinn sjálfur klukkan 15.

Undankeppni í 3ja stiga keppninni hefst klukkan 14 og í troðslukeppninni klukkan 14.30 en síðan verður keppt til úrslita í hálfleik Stjörnuleiksins.

Í troðslukeppninni keppa þessir fjórmenningar um sigurinn:

Gunnar Ólafsson, Fjölni
Kristófer Acox, KR
Marcus Van, Njarðvík
Billy Baptist, Keflavík

Í þriggja stiga keppninni keppa þessir:

Samuel Zeglinski, Grindavík
Eric James Palm, ÍR
Carlos Medlock, Skallagrími
Benjamin Smith, Þór Þ.
Kristján Andrésson, KFÍ
Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli
Brynjar Þór Björnsson, KR
Jovan Zdravevski, Stjörnunni
Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík
Justin Shouse, Stjörnunni

Í Stjörnuleiknum mætast síðan Icelandair-liðið, skipað íslenskum leikmönnum undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, og Dominos-liðið, skipað erlendum leikmönnum undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar.

Icelandair-liðið er þannig skipað:

Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli
Kristófer Acox, KR
Justin Shouse, Stjörnunni
Elvar Már Friðriksson, Njarðvík
Martin Hermannsson, KR
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík
Árni Ragnarsson, Fjölni
Brynjar Þór Björnsson, KR
Finnur Atli Magnússon, KR
Darrell Lewis, Keflavík
Marvin Valdimarsson, Stjörnunni
Darri Hilmarsson, Þór Þ.

Dominos-liðið er þannig skipað:

Aaron Broussard, Grindavík
Eric James Palm, ÍR
Jay Threatt, Snæfelli
Benjamin Smith, Þór Þ.
Marcus Van, Njarðvík
Billy Baptist, Keflavík
Nigel Moore, Njarðvík
Michael Craion, Keflavík
Haminn Quaintance, Skallagrími
Damier Pitts, KFÍ
Carlos Medlock, Skallagrími
Brian Mills, Stjörnunni

mbl.is