Stjörnuleikur kvenna í Keflavík í kvöld

Pálína Gunnlaugsdóttir er bæði í stjörnuleiknum og þriggja stiga keppninni.
Pálína Gunnlaugsdóttir er bæði í stjörnuleiknum og þriggja stiga keppninni. mbl.is/Golli

Hinn árlegi Stjörnuleikur kvenna í körfuknattleik fer fram í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld en þar mætast úrvalslið höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar.

Dagskráin hefst með undankeppni í 3ja stiga keppni klukkan 19.00 en sjálfur leikurinn hefst klukkan 19.30. Í hálfleik, um kl. 20.00, fara fram úrslitin í 3ja stiga keppninni og seinni hálfleikur leiksins hefst um kl. 20.20.

Tólf körfuboltakonur taka þátt í 3ja stiga keppninni og þær eru eftirtaldar:

Jessica Ann Jenkins, Pálína Gunnlaugsdóttir, Siarre Evans, Petrúnella Skúladóttir, Crystal Smith, Britney Jones, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Björg Guðrún Einarsdóttir, Alda  Leif Jónsdóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir, Lele Hardy og Margrét Rósa Hálfdánardóttir.

Lið höfuðborgarinnar er þannig skipað í leiknum:

Britney Jones, Fjölni
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR
Siarre Evans, Haukum
Jaleesa Butler, Val
Margrét Rósa Hálfdánardóttir, Haukum
Guðbjörg Sverrisdóttir, Val
Kristrún Sigurjónsdóttir, Val
Helga Einarsdóttir, KR
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR
Gunnhildur Gunnarsdóttir, Haukum
Bergdís Ragnarsdóttir, Fjölni
Fanney Guðmundsdóttir, Fjölni
Þjálari: Finnur Stefánsson, KR.

Lið landsbyggðarinnar:

Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík
Lele Hardy, Njarðvík
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík
Hildur Björg Kjartansdóttir, Snæfelli
Hildur Sigurðardóttir, Snæfelli
Crystal Smith, Grindavík
Petrúnella Skúladóttir, Grindavík
Salbjörg Sævarsdóttir, Njarðvík
Kieraah Marlow, Snæfelli
Alda Leif Jónsdóttir,  Snæfelli
Jessica Jenkins, Keflavík
Bryndís Guðmundsdóttir,  Keflavík
Þjálfari: Sigurður Ingimundarson, Keflavík

mbl.is