Fer ekki undir hnífinn

Jón Arnór fór á kostum gegn Búlgaríu í Höllinni á …
Jón Arnór fór á kostum gegn Búlgaríu í Höllinni á dögunum. mbl.is/Kristinn

Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er ekki laus við meiðsli í mjöðm sem hrjáðu hann á síðari helmingi síðasta keppnistímabils á Spáni. Af þeim sökum gaf Jón ekki kost á sér í boðsferð landsliðsins til Kína fyrr í sumar en hann gat beitt sér í undankeppni EM og lék á köflum frábærlega. Hann heldur utan til Zaragoza á næstu dögum og mætir því ekki heill heilsu þegar undirbúningstímabil liðsins hefst.

Með olnboga í mjöðminni

„Þetta hefur verið til staðar í allt sumar. Þess vegna var ég ekki mikið með landsliðinu til að byrja með. Ég byrjaði að æfa með liðinu en tók pásur inn á milli. Ég kom beint inn í leikina á móti Dönunum þegar liðið skilaði sér frá Kína. Ég hef verið slæmur síðan þá en hef verið í sjúkraþjálfun tvisvar á dag,“ segir Jón Arnór.

„Ég reikna ekki með því að þetta kalli á aðgerð. Það eru nýir tímar og maður fer ekki undir hnífinn strax eins og í gamla daga. Nú reynir maður allt áður en maður gerir það.“

Ítarlegar er rætt við Jón Arnór í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert