Eins leiks bann fyrir olnbogaskotið

Magnús Þór Gunnarsson fékk eins leiks bann.
Magnús Þór Gunnarsson fékk eins leiks bann. mbl.is/Golli

Magnús Þór Gunnarsson leikmaður körfuknattleiksliðs Keflavíkur var í dag úrskurðaður í eins leiks bann vegna olnbogaskotsins sem hann gaf Brynjari Þór Björnssyni í leik Keflavíkur og KR fyrir rúmri viku.

Keflavík fékk einnig sekt á fundi aga- og úrskurðanefndar KKÍ í dag en það var vegna annars máls. Sektin er tilkomin vegna háttsemi áhangenda Keflavíkur gagnvart dómurum í leik gegn Haukum 9. febrúar og nam hún 25.000 krónum. Forráðamenn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur eru áminntir um að tryggja betur öryggi dómara fyrir og eftir leiki.

mbl.is