Finnur aftur í KR

Finnur Atli Magnússon klæðist KR-búningnum á ný í vetur.
Finnur Atli Magnússon klæðist KR-búningnum á ný í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleiksmaðurinn Finnur Atli Magnússon hefur samið við uppeldisfélag sitt, KR á ný eftir eins árs veru hjá Snæfelli í Stykkishólmi. Þetta kemur fram á vefsíðunni karfan.is í dag. Finnur skrifaði undir tveggja ára samning við KR.

Finnur skoraði að meðaltali 5,8 stig í leik með Snæfelli í deildarkeppninni síðasta vetur og tók 3,9 fráköst. Hjá KR hittir hann meðal annars fyrir bróður sinn, Helga Má Magnússon.

Þetta er annar leikmaðurinn sem KR-ingar fá til liðs við sig í sumar. Áður hafði KR samið við bandaríska leikmanninn Michael Craion sem lék með Keflavík síðasta vetur.

mbl.is