Magnús fékk tveggja leikja bann

Magnús Þór Gunnarsson og Jóhann Árni Ólafsson fylgjast með Brynjari …
Magnús Þór Gunnarsson og Jóhann Árni Ólafsson fylgjast með Brynjari Þór Björnssyni. mbl.is/Ómar

Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Grindavíkur, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KKÍ fyrir brot sitt á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni í leik liðanna í síðustu viku.

Magnús missir því af leiknum gegn Njarðvík annað kvöld og útileik gegn ÍR eftir rúma viku.

Tveir aðrir leikmenn Grindavíkur fengu áminningu vegna háttsemi sinnar í leiknum gegn Stjörnunni 23. október en þeim Ólafi Ólafssyni og Jóhanni Árna Ólafssyni var báðum vísað úr húsi í leiknum. Ólafur sparkaði meðal annars í auglýsingaskilti í bræði sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert