Graves farinn en Keflavík vann

Guðmundur Jónsson skorar tveggja stiga körfu gegn Haukum í kvöld.
Guðmundur Jónsson skorar tveggja stiga körfu gegn Haukum í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Keflavík vann í kvöld tíu stiga sigur á Haukum, 85:75, og komst upp að hlið Njarðvík í 5.-6. sæti Dominos-deildar karla í körfuknattleik fyrir jólafríið.

Haukar eru í 3.-4. sæti ásamt Stjörnunni með 14 stig, tveimur stigum meira en Keflavík.

Keflavík var án William Graves sem mun vera á förum til félags í Ísrael, en það kom ekki að sök. Guðmundur Jónsson var stigahæstur Keflvíkinga með 22 stig og Emil Barja skoraði 15 fyrir Hauka.

Leikurinn í kvöld var hnífjafn og spennandi lengst af. Staðan var 43:43 í hálfleik og Haukar höfðu fjögurra stiga forskot, 59:63, þegar lokafjórðungurinn hófst.

Staðan var 68:66 þegar tæpar sjö mínútur voru til leiksloka en þá komu rúmar þrjár mínútur án þess að gestirnir næðu að skora og Keflavík komst í 75:68. Haukar náðu ekki að ógna því forskoti nægilega vel í lokin, liðið skoraði aðeins 12 stig í lokaleikhlutanum, og Keflavík fagnaði mikilvægum sigri.

Keflavík - Haukar 85:75

TM höllin, Úrvalsdeild karla, 19. desember 2014.

Gangur leiksins: 1:6, 13:11, 16:16, 20:21, 24:31, 29:36, 33:40, 43:43, 50:46, 52:50, 57:53, 59:61, 66:66, 72:68, 75:69, 85:75.

Keflavík: Guðmundur Jónsson 22/5 fráköst, Gunnar Einarsson 15, Valur Orri Valsson 15/6 fráköst, Reggie Dupree 13/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/7 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 4/6 fráköst, Andrés Kristleifsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2/6 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn.

Haukar: Emil Barja 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 14/14 fráköst, Kristinn Marinósson 14/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8, Sigurður Þór Einarsson 6, Kári Jónsson 6/4 fráköst, Haukur Óskarsson 6/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 4, Kristján Leifur Sverrisson 1, Steinar Aronsson 1.

Fráköst: 35 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Jón Bender, Eggert Þór Aðalsteinsson, Georg Andersen.

mbl.is