Snæfell meistari eftir magnaðan sigur

Snæfell lagði Keflavík 81:80 í þriðja úrslitaleik liðanna í Dominosdeild kvenna í körfuknattleik sem fram fór í Stykkishólmi í kvöld og varði því titil sinn. Snæfell vann einvígi liðanna 3:0.

Lokamínúturnar voru æsilegar. Kristen McCarthy átti misheppnaða sendingu þegar 8 sekúndur voru eftir og Keflvíkingar komust í sókn en Snæfell varði skot þeirra og Gunnhildur Gunnarsdóttir tók frákastið og þar með var þetta búið.

McCarthy skoraði 24 stig fyrir Snæfell og Gunnhildur 17 en Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest Keflvíkinga með 31 stig.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

40 81:80 BÚIÐ og Snæfell meistari.

39. mín 79:77 Keflavík tekur leikhlé en nú er 1,08 eftir á klukkunni og spennan í hámarki.

38. mín 75:75 Snæfell tekur leikhlé, en liðinu hefur gengið illa gegn svæðisvörn Keflavíkur. María búinn að eiga flottan leik síðustu mínútur fyrir heimamenn. Sterk undir körfunni.

37. mín 73:73 Allt í járnum og Sara Rún var að setja niður þriggja stiga og jafna. 

35. mín 71:69 Keflavík komst yfir 68:69 með því að gera sjö stig í röð en Snæfell svaraði í næstu sókn með tveggja stiga körfu og vítaskoti sem rataði rétta leið. Keflavík tekur leikhlé.

34. mín 68:65 Það getur allt gerst ennþá. Keflavík leikur svæðisvörn og heimamenn í mestu vandræðum gegn henni.

30. mín 64:56 Þriðja leikhluta lokið og Snæfelli tókst að laga stöðuna á ný og þar munaði um tvær þriggja stiga körfur í röð frá Öldu Leif.

27. mín 54:52 Snæfell tekur leikhlé enda hefur Keflavík gert fimm stig í röð og lítið gengur á móti svæðisvörninni og munurinn aðeins orðinn tvö stig.

24. mín 52:45 Keflavík komið í svæðisvörn og Snæfelli gekk erfiðlega á móti henni til að byrja með en er að ná áttum. Carmen orðin pirruð og dómararnir búnir að aðvara hana og biðja hana ð róa sig aðeins.

21. mín 47:37. Carmen með sín fyrstu stig og þau komu úr tveimujr vítaksotum.

20 mín. 45:35 Hálfleikur og tíu stiga forysta heimamanna. Kristen með 20 stig fyrir Snæfell og Gunnhildur 12 en hjá Keflavík er Sara Rún með 13 stig og Bryndís 7. Athygli vekur að Carmen hefur ekki enn gert stig og aðeins tekið tvö fráköst þannig að Keflvíkingar eiga hana alveg inni í síðari hálfleik.

17. mín 37:33 Lítið skorað síðustu tvær mínúturnar þrátt fyrir fullt af skotum og griðarlega baráttu í fráköstunum. Þar er ekkert gefið eftir. Snæfell tekur leikhlé.

15. mín 37:31 Carmen er ekki enn búinn að skora enda leikin fantagóð vörn á móti henni þar sem Berlgind er. Frábær í vörninni.

13. mín 33:27 Snæfell gerði fyrstu fimm stigin í leikhlutanum en Keflavík svaraði með fjórum og nú eru komin fjögur í röð hjá heimakonum. Baráttan enn sú sama og mér finnst eins og Snfell sé að ná betri tökum á frákösstunum en Keflavík hafði vinninginn 4-7 í fyrsta leikhluta.

10. mín. 22:21 Fyrsta leikhluta lokið. Kristen og Gunnhildur með átt stig hvor fyrir Snæfell en Bryndís með 7 fyrir Keflavík. Þær systur, Gunnhildur og Berglind eru báðar með 2 villur sem og Hugrún Elva og Sara Rún hjá Keflavík.

9. mín 20:18 Allt í járnum ennþá og bæði lið berjast rosalega í fráköstum og ekkert gefið eftir.

7. mín 16:12 Fljótt að breytast enda kom Gunnhildur með sína aðra þriggja stiga körfu.

5. mín 9:12 Þetta virðist ætla að verða spennandi, talverður hraði og varnir liðanna sterkar. Bæði lið komin með eina þriggja stiga körfu og Ingi Þór tekur leikhlé fyri rSnæfell.

3. mín 5:2 Keflavík byrjaði með körfu en heimameenn svöruðu með einni tveggja stiga og síðan annarri þriggja stiga.

1. mín. Leikurinn hafinn og það er Keflavík sem vinnur uppkastið.

0. mín Þrjár mínútur í leik og þulur biður áhorfednur að rísa úr sætum til að hlusta á þjóðsöng Stykkishólms, sem er lagið Þorparinn með Pálma Gunnarssyni.

0. mín. Þulurinn biður fólk um að sitja þétt saman í stúkunni enda er allt að fyllast hér í Hólminum, en stúkan mun taka riflega 400 manns og síðan er staðið niður á gólfi þannig að reikna má um 600 manns á leiknum.

Snæfell: María Björnsdóttir, Kristen Denise McCarthy, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Silja Katrín Davíðsdóttir, Rebekka Rán Karlsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Alda Leif Jónsdóttir, Anna Soffía Lárusdóttir, Hugrún Eva Valdimarsdóttir, Rósa Indriðadóttir.

Keflavík: Lovísa Falsdóttir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Carmen Tyson-Thomas, Ingunn Embla Kristinsdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir, Emelía Ósk Gunnaradóttir, Sandra Lind Þrastardóttir, Marín Laufey Davíðsdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Bríet Sif Hinriksdóttir.

Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Einar Þór Skarphéðinsson.

Þetta er í 24. sinn sem leikið er í úrslitakeppni kvenna, en fyrst var leikið árið 1993. Tólf sinnum hefur úrslitaeinvígið unnist 3:0, síðast í fyrra þegar Snæfell lagði Hauka í þremur leikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert