Craion valinn bestur

Michael Craion og Helgi Rafn Viggósson bítast um boltann.
Michael Craion og Helgi Rafn Viggósson bítast um boltann. mbl.is/Golli

KR-ingurinn Michael Craion var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfuknattleik en KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Tindastóli í kvöld.

Craion átti flottan leik í kvöld en hann skoraði 24 stig, tók 9 fráköst og átti 7 stoðsendingar í leiknum.

mbl.is