Baldur þjálfar Stjörnukonur

Meðfylgjandi er mynd af Baldri Inga ásamt Bryndísi Gunnlaugsdóttur er ...
Meðfylgjandi er mynd af Baldri Inga ásamt Bryndísi Gunnlaugsdóttur er skrifaði undir f.h. Stjörnunnar Ljósmynd/stjarnan

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar og Baldur Ingi Jónasson hafa náð samkomulagi um að Baldur muni vera þjálfari meistaraflokks kvenna næstu tvö árin en kvennalið Stjörnunnar mun á næsta tímabili spila í fyrsta sinn í efstu deild.

Baldur er reyndur þjálfari sem hefur sinnt körfuknattleiksþjálfun hjá KFÍ, Þór Akureyri og KR og þjálfað bæði meistaraflokk karla, kvenna sem og yngri flokka. Það er því mikill styrkur fyrir kvennaliðið að fá jafn færan þjálfara til liðs við hópinn og vonir standa til að allir þeir leikmenn er áttu þátt í þeim sögulega árangri að koma liðinu upp í efstu deild verði með næsta haust. 

Baldur er menntaður íþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands ásamt því að hafa lokið B.A. í sálfræði frá HA og M.S. í félags- og vinnusálfræði frá HÍ.

mbl.is