Hildur Sig heiðruð í Höllinni

Hildur ásamt Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ í Höllinni á …
Hildur ásamt Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ í Höllinni á laugardag. Mbl.is/Styrmir

Hildur Sigurðardóttir, fyrrverandi landsliðskona í körfuknattleik, var heiðruð á laugardaginn þegar úrslitaleikurinn í körfuboltakeppni kvenna fór fram á Smáþjóðaleikunum í Laugardalshöllinni. 

Hildur var kölluð út á gólf í hálfleik á leik Íslands og Lúxemborgar og færður þakklætisvottur frá Körfuboltasambandi Íslands. Landsliðskonurnar kvöddu hana með því að standa heiðursvörð. 

Hildur lagði skóna á hilluna í vor en hún hafði leikið með A-landsliðinu frá því fyrir aldamót, en alls lék hún 79 A-landsleiki.

Hildur ein snjallasta körfuboltakona sem fram hefur komið hér á landi og boltameðferð hennar í sérgæðaflokki. Hún varð Íslandsmeistari með tveimur félögum, KR og Snæfelli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert