Craion áfram í KR

Michael Craion með Íslandsmeistarabikarinn.
Michael Craion með Íslandsmeistarabikarinn. Morgunblaðið/Skapti HallgrímssonMorgunblaðið/Skapti Hallgr

Körfuknattleiksdeild KR staðfesti í gærkvöld á facebook-síðu sinni að framherjinn Michael Craion kemur til með að leika með félaginu í vetur. Craion hefur verið orðaður við Tindastól í sumar en ljóst er að ekki verður af félagaskiptum hans þangað.

KR hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár og getur orðið fyrsta liðið til þess að verða Íslandsmeistari þrjú ár í röð síðan Keflavík á árunum 2002 til 2005.

Michael Craion hefur leikið í þrjú ár á Íslandi, fyrstu tvö með Keflavík og síðasta vetur í KR.

mbl.is