Gunnhildur frá í 8 vikur

Gunnhildur Gunnarsdóttir.
Gunnhildur Gunnarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistarar Snæfells í körfubolta geta ekki teflt fram landsliðskonunni Gunnhildi Gunnarsdóttur næstu átta vikurnar en hún meiddist á öxl í landsleiknum á móti Slóvakíu í undankeppni EM á dögunum.

Ingi Þór Steinþórsson tjáði Morgunblaðinu að Gunnhildur yrði ekki meira með á þessu ári og hún gæti mögulega misst af fyrstu leikjunum á nýju ári. „Hún á að hvíla í átta vikur. Eitt liðband er slitið og annað rifið. Vonandi verður batinn nógu hraður til þess að hún geti verið með okkur í fyrsta leik eftir áramót en við viljum að hún fái að jafna sig en taki ekki áhættuna á því að fara of snemma af stað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert