Hún leysir flestar stöður

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í leik með Grindvíkingum.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í leik með Grindvíkingum. mbl.is/Golli

Kvennalið Grindvíkinga fékk gríðarlegan liðsstyrk þegar það fékk landsliðskonuna Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur til liðs við sig seinni partinn í október.

Eftir stutt stopp hjá Skallagrími sem hún lék með í byrjun tímabilsins ákvað hún að taka tilboði Suðurnesjaliðsins.

Sigrún er leikmaður 11. umferðar Dominos-deildarinnar hjá Morgunblaðinu en hún var öflug í sigri Grindavíkur á móti Stjörnunni í fyrrakvöld. Í þeim leik skoraði hún 15 stig, tók 13 fráköst og átti 3 stoðsendingar.

Morgunblaðið fékk Daníel Guðna Guðmundsson, þjálfara Grindavíkurliðsins, til að lýsa Sigrúnu Sjöfn en í leikjunum átta sem hún hefur spilað með liðinu á tímabilinu hefur hún skorað að meðaltali 12,6 stig, tekið 9,1 frákast og átt 3,9 stoðsendingar.

„Ég ræddi við Sigrúnu snemma í sumar með það fyrir augum að fá hann til liðs við okkur og það var gríðarlegur liðsstyrkur fyrir okkur þegar hún ákvað að koma. Sigrún Sjöfn er gríðarlega drífandi leikmaður. Hún er hörkudugleg og mikill kostur við hana er hversu fjölhæfur leikmaður hún er. Hún getur leyst flestar stöður á vellinum,“ sagði Daníel Guðni við Morgunblaðið.

Sjá umfjöllunina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert