Öruggur sigur hjá Axel og félögum

Axel Kárason
Axel Kárason mbl.is/Ómar Óskarsson

Axel Kárason og samherjar í Svendborg Rabbits unnu Hørsholm 79ers, 88:71, i dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik á heimavelli í kvöld. Svendborg-liðið var með 20 stiga forskot í hálfleik, 50:30. 

Axel skoraði 12 stig í leiknum og tók auk þess fjögur fráköst og átti þrjár stoðsendingar á þeim liðlega 22 mínútum sem hann tók þátt í leiknum.  Svendborg er í fjórða sæti deildarinnar með 18 stig að loknum 16 leikjum.  Horsens IC er með yfirburði í deildinni. Liðið hefur unnið allar fimmtán viðureignir sínar til þessa í vetur. 

mbl.is