Keflavík enn á skriði - FSu vann í Grindavík

Úr leik Keflavíkur og Þórs Þ. í kvöld.
Úr leik Keflavíkur og Þórs Þ. í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Fjórum leikjum var að ljúka í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Topplið Keflavíkur náði tveggja stiga forskoti á toppnum með sigri á Þór Þorlákshöfn á heimavelli sínum, 91:83.

Þórsarar voru yfir eftir fyrsta hluta en Keflvíkingar náðu forskotinu þegar á leið. Earl Brown var þeirra stigahæstur með 34 stig en hjá Þórsurum skoraði Ragnar Örn Bragason 15 stig og var stigahæstur. Keflavík er nú með 20 stig á toppnum, tveimur meira en KR sem á leik til góða annað kvöld.

Fyrir norðan blandaði Tindastóll sér enn frekar í baráttuna í efri hlutanum með sigri á ÍR, 79:68, og hafa nú fjórtán stig líkt og Haukar, Stjarnan, Þór og Njarðvík. Jafnræði var með liðunum lengi vel en í fjórða hluta sýndu Stólarnir mátt sinn og megin og tryggðu sér sigurinn. Jerome Hill var þeirra stigahæstur með 25 stig en Jonathan Mitchell gerði 26 fyrir ÍR.

Í Grindavík fóru nýliðar FSu með sterkan sigur af hólmi, 94:85, en sitja engu að síður enn í fallsæti. Chris Woods fór á kostum hjá þeim, skoraði 26 stig og tók 20 fráköst, en hjá Grindavík skoraði Þorleifur Ólafsson 22 stig. Grindavík er ásamt ÍR nú tveimur stigum fyrir ofan FSu.

Að lokum vann Snæfell svo heimasigur á Haukum, 79:65, eftir að hafa haft yfirhöndina allan tímann. Sherrod Wright átti sannkallaðan stórleik fyrir Snæfell og skoraði 42 stig auk þess að taka 21 frákast. Hjá Haukum skoraði Kári Jónsson 19 stig.

 Snæfell komst því upp fyrir bæði ÍR og Grindavík með 10 stig.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Grindavík – FSu 23:19 - 46:43 - 66:74 - 85:94.
Keflavík – Þór Þ. 16:17 - 37:32 - 65:53 - 91:83.
Snæfell – Haukar 19:18 - 41:34 - 56:49 - 79:65.
Tindastóll – ÍR 18:17 - 36:32 - 56:53 - 79:68.

Tindastóll - ÍR 79:68

Sauðárkrókur, Úrvalsdeild karla, 07. janúar 2016.

Gangur leiksins:: 4:3, 6:9, 10:15, 18:17, 22:17, 26:23, 32:27, 36:32, 41:38, 49:46, 54:50, 56:53, 61:56, 65:59, 71:61, 79:68.

Tindastóll: Jerome Hill 25/12 fráköst, Darrel Keith Lewis 17/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 15/5 stoðsendingar, Darrell Flake 9/7 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 4, Ingvi Rafn Ingvarsson 3, Viðar Ágústsson 2, Svavar Atli Birgisson 2, Sigurður Páll Stefánsson 2.

Fráköst: 19 í vörn, 12 í sókn.

ÍR: Jonathan Mitchell 26/7 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 12/7 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 5, Daníel Freyr Friðriksson 4, Hákon Örn Hjálmarsson 3.

Fráköst: 13 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Björgvin Rúnarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Keflavík - Þór Þ. 91:83

TM höllin, Úrvalsdeild karla, 07. janúar 2016.

Gangur leiksins:: 4:2, 7:8, 14:14, 16:17, 18:20, 20:23, 27:28, 37:32, 44:37, 48:42, 58:47, 65:51, 70:59, 79:66, 86:71, 91:83.

Keflavík: Earl Brown Jr. 34/11 fráköst/3 varin skot, Valur Orri Valsson 25/6 fráköst, Magnús Már Traustason 12, Reggie Dupree 10/6 fráköst, Ágúst Orrason 5, Andrés Kristleifsson 3, Guðmundur Jónsson 2/3 varin skot.

Fráköst: 26 í vörn, 5 í sókn.

Þór Þ.: Ragnar Örn Bragason 15/7 fráköst, Vance Michael Hall 14/9 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 14/14 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 11, Halldór Garðar Hermannsson 8, Grétar Ingi Erlendsson 7, Davíð Arnar Ágústsson 6, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Breki Þórðason 3, Baldur Þór Ragnarsson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Jón Bender, Halldor Geir Jensson.

Snæfell - Haukar 79:65

Stykkishólmur, Úrvalsdeild karla, 07. janúar 2016.

Gangur leiksins:: 2:0, 13:3, 14:8, 19:18, 23:21, 29:26, 36:31, 41:34, 45:34, 53:37, 54:44, 56:49, 61:51, 64:56, 73:58, 79:65.

Snæfell: Sherrod Nigel Wright 42/21 fráköst, Austin Magnus Bracey 11/6 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 7/4 fráköst, Óskar Hjartarson 6, Stefán Karel Torfason 6/11 fráköst/3 varin skot, Þorbergur Helgi Sæþórsson 4/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3.

Fráköst: 36 í vörn, 10 í sókn.

Haukar: Kári Jónsson 19/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 12/6 fráköst, Emil Barja 10/6 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 9/14 fráköst, Kristinn Marinósson 8/6 fráköst, Haukur Óskarsson 5, Jón Ólafur Magnússon 2.

Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Jóhannes Páll Friðriksson.

Grindavík - FSu 85:94

Mustad höllin, Úrvalsdeild karla, 07. janúar 2016.

Gangur leiksins:: 5:4, 11:11, 21:16, 23:19, 28:21, 32:32, 40:34, 46:43, 48:54, 57:61, 62:68, 66:74, 71:79, 80:86, 81:87, 85:94.

Grindavík: Þorleifur Ólafsson 22/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 18/14 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 14/13 fráköst/6 stoðsendingar, Hinrik Guðbjartsson 13, Þorsteinn Finnbogason 8/7 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 5, Ingvi Þór Guðmundsson 3, Kristófer Breki Gylfason 2.

Fráköst: 29 í vörn, 15 í sókn.

FSu: Christopher Woods 26/20 fráköst, Cristopher Caird 21, Ari Gylfason 15/6 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 14, Hlynur Hreinsson 14/7 stoðsendingar, Maciej Klimaszewski 2, Bjarni Geir Gunnarsson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Gunnlaugur Briem.

20.52 Leikjunum er lokið

Keflavík – Þór Þ. 91:83 – Keflvíkingar héldu út nokkuð örygglega og ekki laust við að úthaldið hafi hreinlega orðið gestunum að falli í þetta skiptið en þeir litu út fyrir að vera þreytir undir lok.  En kannski vendipunktur leiksins að Keflvíkinga hertu varnarleik sinn til mun í seinni hálfleik og gamla klisjan um að sóknarleikurinn fylgi varð að veruleika.  Þrátt fyrir að Earl Brown hafi sett niður 34 stig fyrir Keflvíkinga var það Valur Orri Valsson sem var þeim mikilvægastur. Skoraði körfur á réttum augnablikum og stjórnaði leik liðsins af festu.  Hjá Þórsurum vantaði helling uppá hjá lykilmönnum en þeirra atkvæðamestur í skorun var Ragnar Örn Bragason með 15 stig. 

Grindavík – FSu 85:94 – Gríðarlega sterkur sigur hjá FSu, aðeins þeirra þriðji í vetur. Chris Woods skoraði 26 stig og tók 20 fráköst, takk fyrir. Hjá Grindavík skoraði Þorleifur Ólafsson 22 stig og Ómar Örn Sævarsson var með 18 og 14 fráköst.  

Tindastóll – ÍR 79:68 – Stólarnir höfðu þetta í fjórða hluta eftir jafnan leik. Jerome Hill var þeirra stigahæstur með 25 stig en hjá ÍR skoraði Jonathan Mitchell 26 stig.

Snæfell – Haukar 79:65 – Heimamenn hafa betur eftir að hafa haft yfirhöndina allan leikinn. Það vantar tölfræði og stigaskor þaðan, en sigurinn er gríðarlega mikilvægur í slagnum í neðri hlutanum.

20.23 Þriðja leikhluta lokið

Keflavík – Þór Þ. 65:53 – Keflvíkingar hafa hert varnir sínar til muna og eru gestirnir nú í meiri vandræðum að skora. Ragnar Nathanelson miðherji þeirra Þórsara virðist vera á þrotum með eldsneyti sitt en reynir svo sannarlega eins og hann getur.  Valur Orri Valsson er hinsvegar að leiða þetta að miklu leyti fyrir Keflvíkinga. Þórsarar sem voru komnir í 15 stiga holu náðu að rétt hlut sinn að einhverju leyti með síðustu körfu fjórðungsins og staðan er 12 stig toppliði Keflavíkur í vil.

Grindavík – FSu 66:74 – Gestirnir hafa snúið blaðinu við í Grindavík og unnu þennan leikhluta 31:20. Enn fer Chris Woods fyrir þeim, 21 stig og 14 fráköst hjá honum. Ómar Örn er kominn með 16 stig og 10 fráköst hjá Grindavík og Jón Axel er sömuleiðis með tvennu, 10 stig og 11 fráköst.  

Tindastóll – ÍR 56:53 – Áfram jafnræði fyrir norðan, ÍR náði að vinna eitt stig til baka í þriðja hluta. Jonathan Mitchell er kominn í 21 stig en hjá Stólunum er Jerome Hill með 16 og Darrel Lewis skammt á eftir með 15 stig.

Snæfell – Haukar 56:49 –. Á 25. mínútu var staðan 50:34 fyrir Snæfelli, en gestirnir hafa sótt í sig veðrið og minnkað muninn fyrir síðasta hluta.

19.58 Hálfleikur.

Keflavík – Þór Þ. 37:32 – Það er gaman að sjá fyrir Þórsarar að Grétar Erlendsson sé komin aftur á parketið og á timum sýndi þessi lipri leikmaður huggulega takta þegar hann skoraði 5 stig í röð fyrir gestina. Þórsarar eru að sýna mikla þolinmæði í sóknarleik sínum og nota nýta skotklukkuna til fulls. Það er alls ekki sá leikur sem Keflvíkingar vilja leika því þeir keyra hratt upp völlinn og nýta sér frekar að skora hratt í bakið á gestum sínum. Valur Orri Valsson er hinsvegar bláklæddur fyrir þá Keflvíkinga og 10 stig frá honum á skömmum kafla kom Keflvíkingurm í forystu fyrir hálfleik

Grindavík – FSu 46:43 – Það er spennandi í Grindavík og heimamenn þremur stigum yfir í hálfleik. Chris Woods fer fyrir gestunum með 14 stig og 10 fráköst, en hjá Grindavík er Hinrik Guðbjartsson stigahæstur með þrettán stig.

Tindastóll – ÍR 36:32 – Einnig spenna fyrir norðan. Jerome Hill er langbestur hjá heimamönnum með 14 stig og 7 fráköst, en hjá ÍR er Jonathan Mitchell með svipaða frammistöðu með 14 stig.

Snæfell – Haukar 41:34 – Snæfell hefur náð undirtökunum á ný eftir að hafa byrjað mun betur. Heimamenn eru sjö stigum yfir í hálfleik.

19.36 Fyrsta leikhluta lokið.

Keflavík – Þór Þ. 16:17 – Leikurinn hefst á jöfnum nótum og liðin að skiptast á því að skora.  Það má skynja smá jólasteikarfíling á leikmönnum beggja liða en um leið augljóslega allir spenntir að hefja deildina á nýjan leik.   Lítið er skorað framan af og vörnin bærileg hjá báðum liðum. Eins og fyrirfram var búist verður þetta hörku leikur allt til loka. Hjá Keflvíkingum vantar Magnús Þór Gunnarsson og það munar svo sannarlega um hann í slíkum leikjum.  Ragnar Bragason hefur verið með heita hönd fyrir gestina og skorað 8 stig en Earl Brown sem fyrr atkvæðamestur hjá Keflavík einnig komin með 8 stig. 

Grindavík – FSu 23:19 – Það er jafnræði með liðunum suður með sjó en Grindvíkingar náðu aðeins frumkvæðinu undir lok hlutans og stigaskorunin hefur dreifst vel hjá þeim. Hjá FSu er Chris Woods með sex stig.

Tindastóll – ÍR 18:17 – Tindastóll byrjaði betur en ÍR náði að vinna sig hægt og bítandi inn í leikinn og allt er í járnum eftir fyrsta hluta. ÍR er aðeins með tíu menn á skýrslu, en þeirra stigahæstur er Jonathan Mitchell með átta stig. Hjá Stólunum er Jerome Hill með sex.

Snæfell – Haukar 19:18 – Snæfell byrjaði miklu betur en Haukar vöknuðu áður en leikhlutinn var úti og halda spennunni.

19.15 Leikirnir eru hafnir.

18.45 Velkomin með beina lýsingu mbl.is frá leikjum kvöldsins í Dominos-deild karla. Upphaflega áttu fimm leikir að fara fram, en leik Hattar og Njarðvíkur var frestað um sólarhring.

mbl.is