Arnþór Freyr í Stjörnuna

Arnþór Freyr Guðmundsson í leik með Fjölni síðasta vetur.
Arnþór Freyr Guðmundsson í leik með Fjölni síðasta vetur. mbl.is/Golli

Körfuknattleiksmaðurinn Arnþór Freyr Guðmundsson hefur skrifað undir samning við Stjörnuna og mun leika með þeim í Dominos-deild karla það sem eftir lifir tímabils.

Arnþór yfirgaf Tindastól á dögunum, en hann er uppalinn Fjölnismaður og hittir fyrir hjá Stjörnunnni félaga sinn og jafnaldra Tómas Heiðar. Arnþór spilaði í EBA deildinni á Spáni fyrir 2 árum, kom síðan heim í Fjölni í fyrra og spilaði þar áður en hann fór aftur til Spánar og kláraði tímabilið þar.

mbl.is