Óvænt úrslit í bikarnum

Úr leik Stjörnunnar og Hamars.
Úr leik Stjörnunnar og Hamars. Árni Sæberg

Grindavík, Snæfell og Stjarnan tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna í körfuknattleik, Keflavík hafði áður tryggt sér sæti í undanúrslitunum með sigri gegn Skallagrími. Fyrrgreind lið munu því leika í undanúrslitum keppninnar sem leikin eru síðar í þessum mánuði.

Helena Sverrisdóttir skoraði 25 stig fyrir Hauka, tók fjórtán fráköst og gaf eina stoðsendingu. Scweers skoraði fjórtán stig í sínum fyrsta leik í búningi Grindavíkur, en hún kom frá Stjörnunni í síðustu viku.

Hjá Grindavík var Mitchelle Frazier stigahæst með 27 stig og tók sex fráköst. Frazier gaf einnig tvær stoðsendingar og stal fimm boltum. Næstar komu þær Petrúnella Skúladóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir með tólf stig.

Stjarnan vann öruggan sigur gegn Hamri, en lokatölur í þeim leik urðu 67-41.

Margrét Kara Sturludóttir átti góðan leik í liði Stjörnunnar, en hún skoraði fimmtán stig, tók sextán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Íris Ásgeirsdóttir var stigahæst með níu stig hjá Hamri.

Snæfell vann svo tuttugu stiga sigur á Val í Valshöllinni, 78-58. Staðan í hálfleik var 30-40, Snæfelli í vil, og eftirleikurinn var auðveldur fyrir ríkjandi Íslandsmeistara.

Karisma Chapman skoraði nítján stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar fyrir Val, en hjá Snæfelli var það Haiden Denise Palmer sem var atkvæðamest með 20 stig. Að auki tók hún níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert