Gáfu Kobe rándýra rauðvínsflösku

Kobe Bryant var eflaust ánægður með flöskuna frá Golden State ...
Kobe Bryant var eflaust ánægður með flöskuna frá Golden State Warriors. AFP

Golden State Warriors í NBA-deildinni í Bandaríkjunum gaf Kobe Bryant, leikmanni Los Angeles Lakers, rándýra rauðvínsflösku er liðin mættust í gær, en flöskuna fékk hann í ljósi þess að þetta er hans síðasta tímabil í deildinni.

Liðin í NBA-deildinni hafa verið að keppast um að heiðra Bryant eftir að hann tilkynnti að þetta væri hans síðasta tímabil í deildinni.

Golden State Warriors gerði afar vel við Kobe en félagið ákvað að gefa honum fimm lítra rauðvínsflösku sem var sérstaklega merkt honum.

Heidi Barrett, ein þekktasta konan í víngerðargeiranum í Bandaríkjunum, bruggaði vínið sérstaklega fyrir Bryant. Flaskan er ansi kostnaðarsöm en talið er að Golden State hafi borgað fleiri milljónir íslenskra króna fyrir hana.

„Þessi flaska er ómetanleg. Kobe myndi elska bragðið af rauðvíninu núna en ég mæli með að hann bíði í 10-15 ár, þetta vín eldist svo vel,“ sagði John Schwartz, eigandi Amuse Bouche víngarðsins, sem framleiðir vínið fyrir Barrett.

Rauðvínsflaskan sem Golden State Warriors gaf Kobe Bryant.
Rauðvínsflaskan sem Golden State Warriors gaf Kobe Bryant. Af netinu
mbl.is