Áhlaup Hamars kom of seint gegn Keflavík

Melissa Zorning var stigahæst hjá Keflavík.
Melissa Zorning var stigahæst hjá Keflavík. Árni Sæberg

Keflavík hafði betur þegar liðið heimsótti Hamar í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í dag. Þegar yfir lauk munaði tíu stigum á liðunum, lokatölur 74:64.

Keflavík byrjaði frábærlega í leiknum á meðan heimakonur virtust vart með. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29:8 sem gaf tóninn. Staðan var 46:25 í hálfleik Hamar vann sig hins vegar hægt og bítandi inn í leikinn eftir hlé. Liðið beit vel frá sér í síðasta hlutanum og skoraði þá 26 stig en það gerðist hins vegar of seint, lokatölur 74:64 fyrir Keflavík.

Melissa Zornig skoraði 21 stig fyrir Keflavík en hjá heimakonum skoraði Suriya McGuire 14 stig og tók níu fráköst. Keflavík er í þriðja sætinu með tveimur stigum meira en Grindavík og Valur, en Hamar er á botninum með tvö stig.

Hamar - Keflavík 64:74

Hveragerði, Úrvalsdeild kvenna, 16. janúar 2016.

Gangur leiksins:: 4:8, 4:14, 4:26, 8:29, 12:32, 13:37, 23:39, 25:46, 30:49, 35:54, 35:58, 38:58, 42:63, 53:72, 58:74, 64:74.

Hamar: Alexandra Ford 14/9 fráköst/5 stoðsendingar, Íris Ásgeirsdóttir 13/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 12/9 fráköst/5 varin skot, Jenný Harðardóttir 9, Nína Jenný Kristjánsdóttir 7, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 4/5 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 3, Margrét Hrund Arnarsdóttir 1, Karen Munda Jónsdóttir 1/5 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 9 í sókn.

Keflavík: Melissa Zornig 21/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/8 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 10/5 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 10/5 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 9/6 fráköst/3 varin skot, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Sandra Lind Þrastardóttir 4/9 fráköst, Elfa Falsdottir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert