Valur upp fyrir Grindavík – Öruggt hjá Snæfelli

Valskonan Karisma Chapman sækir að körfu Grindavíkur í dag en …
Valskonan Karisma Chapman sækir að körfu Grindavíkur í dag en Whitney Frazier er til varnar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Snæfell komst upp að hlið Hauka í efsta sæti Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik í dag eftir öruggan sigur á Stjörnunni í Garðabæ, 76:49.

Snæfell náði undirtökunum snemma leiks og var yfir í hálfleik, 34:25, en það var fyrst og fremst eftir hlé sem bilið breikkaði og uppskar Snæfell að lokum 27 stiga sigur, 76:49. Heiden Palmer átti stórleik, skoraði 26 stig og tók 10 fráköst, en hjá Stjörnunni skoraði Bryndís Hanna Hreinsdóttir nítján stig. Stjarnan er í næstneðsta sæti deildarinnar.

Að Hlíðarenda hafði Valur svo betur í uppgjöri liðanna um miðja deild þegar Grindavík kom í heimsókn. Valur var fimm stigum yfir í hálfleik, 34:29, og jafnræðið var svipað eftir hlé. Valskonur héldu þó forskotinu allt til enda og uppskáru að lokum fjórtán stiga sigur, lokatölur 69:55.

Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 23 stig fyrir Val en hjá Grindavík var Whitney Michelle Frazier stigahæst með 20 stig. Valur komst þar með upp fyrir Grindavík og í fjórða sætið með 14 stig eins og Keflavík en Valur er tveimur stigum á eftir.

Valur - Grindavík 69:55

Valshöllin, Úrvalsdeild kvenna, 16. janúar 2016.

Gangur leiksins:: 0:4, 9:6, 13:10, 13:10, 17:16, 24:20, 27:27, 34:29, 40:31, 44:31, 46:36, 51:43, 53:49, 55:49, 62:51, 69:55.

Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 23/5 fráköst/8 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 12, Ragnheiður Benónísdóttir 12/9 fráköst/4 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/5 stoðsendingar, Karisma Chapman 8/15 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Sóllilja Bjarnadóttir 4/4 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 9 í sókn.

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 20/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 11/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 9/5 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 9, Björg Guðrún Einarsdóttir 2/4 fráköst, Helga Einarsdóttir 2/11 fráköst, Hrund Skuladóttir 2.

Fráköst: 21 í vörn, 12 í sókn.

Stjarnan - Snæfell 49:76

Ásgarður, Úrvalsdeild kvenna, 16. janúar 2016.

Gangur leiksins:: 3:5, 9:10, 9:14, 12:18, 16:20, 21:25, 25:30, 25:34, 25:37, 27:43, 32:49, 36:55, 38:58, 40:68, 40:74, 49:76.

Stjarnan: Bryndís Hanna Hreinsdóttir 19/4 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16/11 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 5, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 5/4 fráköst, Bára Fanney Hálfdanardóttir 2, Eva María Emilsdóttir 1/11 fráköst, Erla Dís Þórsdóttir 1/5 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 13 í sókn.

Snæfell: Haiden Denise Palmer 26/10 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 14, Berglind Gunnarsdóttir 10, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/9 fráköst/6 stolnir, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 16 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert