Ísland mætir Belgíu og Sviss

Ísland lék í lokakeppni EM síðasta haust í fyrsta sinn.
Ísland lék í lokakeppni EM síðasta haust í fyrsta sinn. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Nú í hádeginu varð ljóst hvaða liðum Ísland verður í riðli með í undankeppni næsta Evrópumóts karla í körfubolta, en undankeppni fer fram í haust.

Ísland leikur í A-riðli með Belgíu, Sviss og Kýpur. Ísland var í öðrum styrkleikaflokki fyrir dráttinn en Belgía kom úr fyrsta flokknum, Sviss úr þriðja og Kýpur úr þeim fjórða.

Efsta liðið í hverjum riðli kemst áfram í lokakeppni EM og fjögur af liðunum í 2. sæti með bestan árangur komast þangað einnig. Leikirnir í A-riðlinum fara fram 31. ágúst, 3., 7., 10., 14. og 17. september.

Belgar féllu úr leik í 16-liða úrslitum á EM í fyrra, en í riðlakeppninni unnu þeir meðal annars frækinn sigur á Litháen auk þess að vinna Eistland og Úkraínu. Sviss hefur ekki komist í lokakeppni EM frá árinu 1955 en Kýpur hefur aldrei komist þangað. Ísland þekkir kýpverska liðið ágætlega frá Smáþjóðaleikum í gegnum tíðina, en Kýpverjar hafa oft fagnað sigri í körfubolta á leikunum í gegnum tíðina.

A-riðill:
Belgía
Ísland
Sviss
Kýpur

B-riðill:
Þýskaland
Holland
Austurríki
Danmörk

C-riðill:
Rússland
Bosnía
Svíþjóð

D-riðill:
Pólland
Eistland
Hvíta-Rússland
Portúgal

E-riðill:
Slóvenía
Úkraína
Búlgaría
Kósovó

F-riðill:
Georgía
Svartfjallaland
Slóvakía
Albanía

G-riðill:
Makedónía
Ungverjaland
Bretland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert