Njarðvík vann Suðurnesjaslaginn

Reggie Dupree fer framhjá Odd Kristjánssyni í leik liðanna í …
Reggie Dupree fer framhjá Odd Kristjánssyni í leik liðanna í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvíkingar sigruðu nágranna sína í Keflavík á útivelli, 92:86,  í 14. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld.

Keflvíkingar eru þó áfram í toppsætinu með 22 stig en eru nú jafnir KR-ingum að fjórtán umferðum loknm. Njarðvíkingar eru nú í fjórða sætinu með 18 stig.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

4. leikhluti: Keflavík - Njarðvík 86:92 Leik lokið

Njarðvíkingar hófu þriðja fjórðung með látum. Keflvíkingum hefur liðið of vel fram að þessu og hreinlega sofnuðu á verðinum og 9 stig í röð frá þeim grænu minnkuðu muninn niður í 1 stig, 75:74 þegar 6 mínútur voru til loka leiks. Upphófust mínútur þar sem að liðin skiptust á að skora og spennan aftur komin í leikinn. Earl Brown setti þrist fyrir Keflavík, Haukur Helgi svaraði í sömu mynt fyrir Njarðvíkinga og þannig var þetta allt fram á síðustu sekúndur leiksins. Það var svo loksins að Njarðvíkingar sýndu af sér sparihliðarnar og Logi Gunnarsson setti niður tvö stig þegar 25 sekúndur voru til loka og Njarðvíkingar leiddu með 4 stigum. Þarna var sigurinn nánast komin og endaði svo að Njarðvíkingar héldu heim með sigur í farteskinu gegn toppliði Keflavíkur.

3. leikhluti: Keflavík - Njarðvík 42:52 eftir þrjá leikhluta.

EIns góð og vörn Njarðvíkinga leit út í fyrri hálfleik þá er þetta algerlega hrunið hjá þeim. Keflvíkingar skora að vild og Njarðvíkinum virðist vera algerlega sama. Keflvíkingar hinsvegar það blæs vel í segl þeirra. Leikur þeirra er einfaldur, þeir keyra upp völlinn og skora körfu! Þetta er þeirra leikur og svona vilja þeir hafa tempóið í leiknum. Njarðvíkingar náðu að klóra í bakkann á loka kafla leikhlutans en stemmningin er öll Keflavíkurmegin og það stefnir allt í það heimamenn landi hér stigunum tveimur.


2. leikhluti: Keflavík - Njarðvík 42:39 í hálfleik

Leikurinn hélst áfram í járnum í öðrum leikhluta en miðað við mikilvægi leiksins þá var í raun ótrúlegt hvað stemmningin í stúkunni var lítil. En leikurinn í sjálfum sér nokkuð skemmtilegur þó svo að mistök beggja liða væru nokkuð tíð. Keflvíkingar tam komnir með 10 tapaða bolta. Liðin eru bæði að spila sterka vörn og sóknarleikurinn kannski líður eilítið fyrir það. Hvorugt liðið hefur sýnt tilburði til að koma sér í almennilegt forskot og leikurinn akkúrat eins og stuðningsmenn körfuknattleiks vilja hafa hann. Varnarleikur gestana slaknaði á lokakaflanum og eins og fyrr segir þá þarf lítið til að Keflvíkingar refsi og það gerðu þeir og leiða með þremur stigum í hálfleik

1. leikhluti: Keflavík - Njarðvík 21:23 eftir einn leikhluta.

Bæði lið hófu leik af krafti en Njarðvíkingar voru einbeittari og skæðari á upphafs mínútum leiksins. Varnarleikur frá þeim sem hefur ekki sést í vetur frá undirrituðum var til fyrirmyndar og lokuðu á helstu aðgerðir Keflvíkinga. Heimamenn voru þó aldrei langt undan og leikurinn jafn. Lélegar ákvarðanir Njarðvíkinga í sóknum sínum á lokakaflanum gerðu það að verkum að staðan var 21:23 en munurinn hefði hæglega getað verið stærri því þeir voru orðnir afar staðnaðir í sínum sóknarleik sem fram að því hafði verið eins og smurð vél. Keflvíkingar eru á heimavelli og nýta sér það til fulls. Þeir þekkja þetta gólf og það þarf lítið að bera útaf til að þeir refsi líkt og þeir gerðu á lokaspretti fjórðungsins.

 1. Leikurinn er kominn af stað.

0. Við ráðleggjum ykkur að uppfæra síðuna reglulega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert