„Þetta stóð undir væntingum“

Oddur Rúnar Kristjánsson, leikmaður karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta, var sáttur með 92:86 sigurinn á Keflavík í Dominos-deildinni í kvöld, en liðið var með magnaðan endurkomusigur.

Oddur Rúnar skipti nýverið úr ÍR og yfir til Njarðvíkinga og hefur koma hans til liðsins virkað ágætlega á liðið.

Oddur var í fyrsta skipti í gærkvöldi að upplifa þessa nágrannarimmu og sagði hann að þessi reynsla hans hafi staðið undir væntingum.  Oddur talaði um að þegar Keflvíkingar hafi verið komnir þessum 14 stigum yfir hafi loksins leikur Njarðvíkinga hrokkið í gang.

Oddur sagði að sitt lið hefði hingað til verið svolítið mjúkir að koma inn í seinni hálfleik en það væri eitthvað sem yrði lagað.

„Ég er nokkuð þreyttur. Spilaði allan seinni hálfleikinn, svo ég er alveg búinn á því. Þetta stóð undir væntingum, þetta var hörkuleikur,“ sagði Oddur við mbl.is í kvöld.

„Við komum nokkuð flatir út í seinni hálfleik, eitthvað sem við ætluðum ekki að gera. Við erum búnir að vera lélegir að byrja seinni hálfleik en við lögum það bara á næstunni,“ sagði hann ennfremur.

Oddur Rúnar Kristjánsson í leiknum í kvöld.
Oddur Rúnar Kristjánsson í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert