Þórsarar í toppsætið

Benedikt Guðmundsson er með Þórsarana á toppi 1. deildar.
Benedikt Guðmundsson er með Þórsarana á toppi 1. deildar. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Þórsarar frá Akureyri, undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, komust í kvöld á toppinn í 1. deild karla í körfuknattleik með því að sigra Breiðablik í Höllinni á Akureyri á meðan Fjölnismenn biðu lægri hlut fyrir Val á Hlíðarenda.

Þór vann Blika 89:78 og er með 20 stig á toppnum en Fjölnir er með 18 stig og á leik til góða.

Valur, sem vann leikinn gegn Fjölni 93:85, er með 16 stig, eins og Skallagrímur sem vann stórsigur á Ármanni, 100:61, í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Í botnbaráttunni vann KFÍ frá Ísafirði stórsigur á Reyni í Sandgerði, 116:62, og er nú með 6 stig en Ármann er með 4 og Reynir ekkert í fallsætunum.

Skagamenn, sem sigruðu Hamar í gærkvöld, 102:87, eru í fimmta sæti með 12 stig en Hamar og Breiðablik eru með 10 stig.

Sigurlið 1. deildar fer beint upp í úrvalsdeildina en liðin í öðru til fimmta sæti fara í umspil um eitt sæti.

Tölfræði leikjanna í umferðinni:

Valur - Fjölnir 93:85

Valshöllin, 1. deild karla, 22. janúar 2016.

Gangur leiksins:: 6:8, 16:14, 20:22, 22:31, 32:34, 38:38, 44:43, 48:52, 57:54, 61:56, 68:61, 73:64, 77:69, 79:76, 84:81,93:85.

Valur: Jamie Jamil Stewart Jr. 37/9 fráköst, Benedikt Blöndal 18/6 stoðsendingar, Illugi Steingrímsson 15/8 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8/5 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 5/5 fráköst, Illugi Auðunsson 4/8 fráköst, Högni Fjalarsson 4/4 fráköst, Hugi Hólm Guðbjörnsson 2.

Fráköst: 34 í vörn, 8 í sókn.

Fjölnir: Collin Anthony Pryor 30/12 fráköst/5 stolnir, Róbert Sigurðsson 19, Bergþór Ægir Ríkharðsson 14/4 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 11, Egill Egilsson 5/4 fráköst, Valur Sigurðsson 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sindri Már Kárason 2.

Fráköst: 18 í vörn, 12 í sókn.

Ármann - Skallagrímur 61:100

Kennaraháskólinn, 1. deild karla, 22. janúar 2016.

Gangur leiksins:: 7:6, 12:13, 16:18, 18:23, 22:26, 24:32, 30:47, 34:49, 40:61, 44:67, 44:75, 49:79, 51:89, 52:91, 54:91,61:100.

Ármann: Gudni Sumarlidason 24/15 fráköst, Sigurbjörn Jónsson 12/12 fráköst, Elvar Steinn Traustason 10/4 fráköst, Magnús Ingi Hjálmarsson 7/6 fráköst, Sindri Snær Rúnarsson 3, Guðni Páll Guðnason 2, Andrés Kristjánsson 2, Ragnar Már Svanhildarson 1.

Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.

Skallagrímur: Jean Rony Cadet 32/16 fráköst/7 stoðsendingar, Atli Aðalsteinsson 17, Hafþór Ingi Gunnarsson 11/7 fráköst, Hamid Dicko 10/4 fráköst, Kristófer Gíslason 8, Davíð Ásgeirsson 5, Hjalti Ásberg Þorleifsson 5, Kristján Örn Ómarsson 4, Einar Benedikt Jónsson 3, Davíð Guðmundsson 3, Þorsteinn Þórarinsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 16 í sókn.

Þór Ak. - Breiðablik 89:78

Höllin Ak, 1. deild karla, 22. janúar 2016.

Gangur leiksins:: 7:6, 16:9, 26:19, 29:25, 34:31, 36:36, 43:43, 54:45, 59:45, 65:47, 72:50, 74:57, 86:63, 88:67, 88:73,89:78.

Þór Ak.: Andrew Jay Lehman 25/9 fráköst/5 stoðsendingar, Danero Thomas 23/8 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 12/4 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 9/5 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 9/10 stoðsendingar, Elías Kristjánsson 6/7 fráköst, Sindri Davíðsson 4, Svavar Sigurður Sigurðarson 1.

Fráköst: 28 í vörn, 10 í sókn.

Breiðablik: Zachary Jamarco Warren 24, Snorri Vignisson 13/14 fráköst, Snjólfur Björnsson 10/4 fráköst, Breki Gylfason 9/4 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 7/4 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 7/7 fráköst, Sveinbjörn Jóhannesson 6, Þröstur Kristinsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 15 í sókn.

Reynir Sandgerði - KFÍ 62:116

Sandgerði, 1. deild karla, 22. janúar 2016.

Gangur leiksins:: 4:6, 6:16, 13:23, 17:28, 24:34, 24:38, 28:44, 28:49, 30:55, 38:68, 38:75, 43:80, 45:95, 49:100, 57:107,62:116.

Reynir Sandgerði: Guðmundur Auðun Gunnarsson 13, Kristján Þór Smárason 9/4 fráköst, Brynjar Þór Guðnason 9/7 fráköst, Garðar Gíslason 8, Eðvald Freyr Ómarsson 6, Ágúst Einar Ágústsson 6, Atli Karl Sigurbjartsson 5, Róbert Ingi Arnarsson 4, Rúnar Ágúst Pálsson 2.

Fráköst: 19 í vörn, 8 í sókn.

KFÍ: Pance Ilievski 21/4 fráköst, Birgir Björn Pétursson 20/9 fráköst, Kjartan Helgi Steinþórsson 14/4 fráköst, Gunnlaugur Gunnlaugsson 12, Nebojsa Knezevic 11/9 fráköst/8 stoðsendingar, Florijan Jovanov 9/11 fráköst, Nökkvi Harðarson 9/4 fráköst, Björn Ágúst Jónsson 8, Daníel Þór Midgley 5, Daníel Freyr Friðriksson 4, Birgir Örn Birgisson 3.

Fráköst: 36 í vörn, 11 í sókn.

ÍA - Hamar 102:87

Akranes - Vesturgata, 1. deild karla, 21. janúar 2016.

Gangur leiksins:: 4:4, 8:6, 17:12, 19:17, 23:28, 37:33, 44:38, 51:46, 58:46, 67:52, 74:59, 74:61, 80:70, 87:72, 97:81,102:87.

ÍA: Sean Wesley Tate 27/8 stoðsendingar/5 stolnir, Fannar Freyr Helgason 23/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 18/10 fráköst/6 stoðsendingar, Áskell Jónsson 15/7 stoðsendingar, Birkir Guðjónsson 12, Axel Fannar Elvarsson 3, Ómar Örn Helgason 2, Erlendur Þór Ottesen 2/5 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 7 í sókn.

Hamar: Samuel Prescott Jr. 32/11 fráköst, Þorsteinn Gunnlaugsson 20/11 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Orri Hafþórsson 16, Kristinn Ólafsson 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Bjartmar Halldórsson 4.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert