„Venjulegur leikur þegar upp er staðið“

Ágúst Orrason, leikmaður Keflavíkur í Dominos-deild karla, var ósáttur eftir 86:92 tap liðsins gegn Njarðvík í kvöld, en segist þó ekki ætla að dvelja á úrslitunum.

Ágúst Orrason hafði vistaskipti fyrir tímabilið úr liði Njarðvíkinga og til Keflvíkinga. Eitthvað sem gerist ekki oft  en Ágúst hafði fyrr í vetur farið til Njarðvíkur og sótt sigur í Dominosdeildinni.

Í kvöld þurfti Ágúst að lúta í parket gegn sínum gömlu félögum.  Ágúst sagði að 9-0 kafli Njarðvíkinga hafi vegið þungt í því hvernig leikurinn endaði.

Ágúst gerði lítið úr því að hafa tapað leiknum og sagði þetta bara einn leik en um leið viðurkenndi að það væri jú alltaf gaman að vinna nágrannaslag.

„Við ætluðum að vinna þennan leik en þetta gekk ekki með okkur í dag. Þetta er einn tapleikur en það er nóg eftir,“ sagði Ágúst.

„Það er auðvitað þessi montréttur. Þegar uppi er samt staðið er þetta venjulegur leikur fyrir mér.“

„Við vorum búnir að byggja upp tíu stiga forystu sem fór á 40 sekúndum. Það kom þristur og við ætluðum að svara. Þeir voru búnir að byggja upp stemningu,“ sagði hann ennfremur.

Ágúst Orrason í leik með Keflavík.
Ágúst Orrason í leik með Keflavík. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is