Jakob og félagar í undanúrslitin

Jakob Örn Sigurðarson í landsleik.
Jakob Örn Sigurðarson í landsleik. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Jakob Örn Sigurðarson, landsliðsmaður í körfuknattleik, var í stóru hlutverki hjá Borås í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitunum í Svíþjóð með því að sigra Nässjö á útivelli, 77:70.

Borås vann þar með einvígi liðanna 3:1 og mætir væntanlega deildarmeisturum Södertälje í undanúrslitum.

Jakob var stigahæstur hjá Borås í kvöld með 20 stig. Hann tók þrjú fráköst og átti eina stoðsendingu, og spilaði tæpar 39 mínútur af 40.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert