Mobley í eins leiks bann

Brandon Mobley.
Brandon Mobley. mbl.is/Golli

Bandaríkjamaðurinn Brandon Mobley í liði Hauka var í dag úrskurðaður í eins leiks bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ.

Mobley var vísað af velli í fyrsta leikhlutanum í sigri Hauka gegn Þór í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar fyrir að gefa Davíð Arnari Ágústssyni, leikmanni Þórs, olnbogaskot.

Úrskurðurinn er þessi; „Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Brandon Mobley, leikmaður Hauka, sæta 1 leiks/leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og Þórs Þorlákshöfn í Domino´s deild karla, sem leikinn var 24. mars 2016.“

Mobley verður þar með ekki með Haukunum þegar þeir mæta Þórsurunum í fjórða leiknum í Þorlákshöfn á þriðjudagskvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert