Costa sleipur á snjóbrettinu

José María Costa, þjálf­ari Tindastóls, skemmti sér vel í brekkunni.
José María Costa, þjálf­ari Tindastóls, skemmti sér vel í brekkunni. Ljósmynd / Viggó Jónsson

Karlalið Tindastóls í körfuknattleik undirbjó sig um páskana fyrir fjórða leik liðsins gegn Keflavík í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla sem fram fer í Síkinu á Sauðarkróki í kvöld.

Tindastóll er 2:1 yfir í einvíginu gegn Keflavík og getur þar af leiðandi tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Síkinu í kvöld.

José María Costa, þjálf­ari Tinda­stóls, nýtti tímann þegar stund var á milli stríða í undirbúningi liðsins og skellti sér á snjóbretti í Tindastóli eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

mbl.is